Velkomin á vefsíðuna mína en á henni má sjá yfirlit yfir margt af því sem ég hef brallað í lífinu.
Ég er grunnskólakennari að mennt og hef starfað við kennslu síðastliðin ár. Ég er einnig með diplómu í kerfisfræði frá H.R. og starfaði um tíma sem forritari.
Ég hef brennandi áhuga á notkun leikja og sköpunar í kennslu og námi og mikla ástríðu fyrir námsgagnagerð. Ég hef samið, hannað og komið að gerð fjölmargra námsgagna. Flest eru námsforrit fyrir spjaldtölvur sem ég hef gefið út gegnum fyrirtæki mitt Gebo Kano ehf.
Ég er fróðleiksfús og skapandi og þarf alltaf að vera með einhver verkefni í gangi. Ég þrífst best í fallegri náttúru með tónlist, litina mína eða góða bók. Ég trúi því innilega að tilgangur lífsins sé að elska, skapa og njóta og að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir.
Furðusögur, valfag við Foldaskóla, hlaut hvatningarverðlaun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Ég er höfundur valfagsins, samdi námsefni fyrir það og kenndi í nokkur ár.
Námsforritið og gagnvirka bókin Sögusteinninn (vinnuheiti Hulduheimar)fékk menningarstyrk tengdum nafni Jóhannesar Nordal. Ég var hugmyndasmiður, hönnuður, teiknari og höfundur námsefnislegs hluta forritisins. Nánari upplýsingar um forritið eru hér fyrir neðan.
Smáforritið Word Creativity Kit komst í undanúrslit Bett verðlaunanna sem besta námsforritið. Ég er höfundur og hönnuður forritsins. Gebo Kano gaf út. Nánari upplýsingar um forritið eru hér fyrir neðan.
Áætluð útgáfa haust 2024.
Þessa stundina ég að vinna að gerð borðspils og námsefnis um umhverfismál en ég fékk styrk frá RANNÍS til verksins.
Um er að ræða samvinnuspil þar sem leikmenn eiga að hjálpast að við að berjast við þætti sem ógna umhverfinu og um leið bjarga dýrmætum náttúruperlum.
Með spilinu verður vefsíða með stuttum myndböndum.
Útgáfuár 2019.
Sögusteinninn er gagnvirk náms-, leikja- og hljóðbók fyrir krakka á aldrinum 6-10 ára. Í gegnum söguna og leikina kynnist lesandi bæði þjóðsagnaarfi og lifnaðarháttum Íslendinga áður fyrr. Með forritinu fylgja ítarlegar kennsluleiðbeiningar.
Ég var verkefnastjóri, hönnuður, teiknari og höfundur námsefnishlutans en Emil Hjörvar Petersen er höfundur sögunnar. Forritari var Friðrik Magnússon.
Hér er hægt er að hlaða Sögusteininum niður á iPad.
Útgáfuár 2018.
Stjörnuskífan er gagnvirk náms- og leikjabók fyrir unglinga um vísindi á miðöldum. Með forritinu fylgja ítarlegar kennsluleiðbeiningar.
Ég var verkefnastjóri, hönnuður, teiknari og höfundur námsefnishlutans en Emil Hjörvar Petersen er höfundur sögunnar.
Forritari var Friðrik Magnússon.
Hér er hægt er að hlaða Stjörnuskífunni niður á iPad.
Útgáfuár 2023.
Kveikjarinn er vefsíða með yfir 5200 atriðum sem nota má sem kveikjur til ritunnar. Kveikjarinn nýtist bæði í íslenskukennslu í skólum og fyrir hvern þann vill þjálfa ritunarhæfileika sína.
Ég er höfundur og hönnuður vefsins. Friðrik Magnússon forritaði.
Vefurinn er byggður á smáforritinu Kveikjarinn sem við gáfum út árið 2017 en er ekki lengur aðgengilegt inn á App Store.
Útgáfuár 2014.
Orðaflipp er námsforrit fyrir iPad fyrir skapandi skrif og leik með orðum. Forritið inniheldur yfir 7000 íslensk orð sem hægt er að breyta í allar beygingarmyndir til að semja ljóð og sögur.
Ég var höfundur og hönnuður forritsins en forritari var Friðrik Magnússon.
Útgáfuár 2017.
Word Creativity Kit er ensk útgáfa af Orðaflippi. Forritið hefur hlotið fjölda viðurkennina á erlendum markaði og komst m.a. í undanúrslit hinna virtu Bett verðlauna. Forritið inniheldur yfir 5000 ensk orð sem hægt er að breyta í allar beygingarmyndir til að semja ljóð og sögur.
Ég var höfundur og hönnuður forritsins en forritari var Friðrik Magnússon.
Útgáfuár 2016
Galdrabúðin er stærðfræðileikur fyrir iPad sem hentar börnum sem eru farin eða að byrja að leggja saman yfir 100. Einnig til á ensku.
Ég var höfundur og hönnuður forritsins en forritari var Friðrik Magnússon.
Útgáfuár 2015.
Heimurinn okkar – Dýr í hættu er í senn námsefni í tölfræði fyrir börn og fróðleikur um dýr í útrýmingarhættu. Var einnig gefið út á ensku.
Ég var höfundur og hönnuður forritsins en forritari var Friðrik Magnússon.
Vegna tafa á uppfærslu þá er forritið ekki aðgengilegt í App Store eins og er en við stefnum að því að vinna bót úr því fljótlega.
Útgáfuár 2016.
Lærum stafina er stafaforrit fyrir iPhone með myndaspilum, samstæðuleikjum og íslenskri útgáfu af Stafrófslaginu. Forritið er einnig til í danskri útgáfu.
Ég var höfundur og hönnuður forritsins en forritari var Friðrik Magnússon. Stafrófslagið er í flutningi Einars Helga Þorsteinssonar.
Útgáfuár 2014.
Magnetry er ljóðagerðarforrit sem svipar til Word Creativity Kit nema fyrir eldri markhóp. Forritið var valið besta ritunarappið í Best app ever keppni sama ár.
Ég var höfundur og hönnuður forritsins en forritari var Friðrik Magnússon.
Útgáfuár 2018.
Svona er lífið er lífsleiknihermir þar sem nemendur setja sig í spor ungrar persónu sem fer að heiman og þarf að sjá um sig sjálf fjárhagslega og að öðru leiti.
Ég var höfundur og hönnuður forritsins en forritari var Friðrik Magnússon.
Jólasveinadagatalið er smáforrit fyrir iPad með upplýsingum um íslensku jólasveinanan. Í forritinu má sjá nöfn, komutíma og einkenni allra jólasveinanna auk fróðleiksmola um Grýlu, Leppalúða og Jólaköttin.
Ég er höfundur og hönnuður forritsins en forritari var Friðrik Magnússon.
Útgáfuár 2014.
Sticker Story er forrit þar sem geta búið til sögur og æft sig að stafa orð með því að raða upp myndum og stöfum.
Ég var höfundur og hönnuður forritsins en forritari var Friðrik Magnússon.
Útgáfuár 2014.
IKUE er skemmtilegur þrautaleikur fyrir iPhone þar sem leikmaður þarf að koma frumlegum formum fyrir á ólíkum borðum.
Kristján Sætran Bjarnason var höfundur leiksins. Ég sá um verkstjórn og útlitshönnun en forritari var Friðrik Magnússon.
Útgáfuár 2012.
Segulljóð var ljóðagerðaforrit fyrir iOS tæki þar sem notandi fær orð af handahófi til að búa til ljóð úr. Forritið var með yfir 13 þúsund orðum. Forritið var opnað formlega af þáverandi menntamálaráðherra á degi íslenskrar tungu.
Ég var höfundur og hönnuður forritsins en forritari var Friðrik Magnússon.
Segulljóð eru ekki lengur aðgengileg í AppStore en forritið Orðaflipp er í raun uppfærð útgáfa af forritinu.
Útgáfuár 2012.
Trúarbragðavefurinn er kennsluvefur um fimm stærstu trúarbrögð Jarðar. Vefurinn var gefinn út af Menntamálastofnun.
Ég er höfundur kaflanna um hindúatrú, búddadóm og hluta gyðingdóms. Sigrún Eyþórsdóttir er höfundur kaflanna um kristni, íslam og hluta gyðingdóms. Ég er einnig höfundur spurninga, alls myndefnis og sá um hönnun og vefforritun.
Hér er hægt að nálgast Trúarbragðavefinn.
Útgáfuár 2010.
Ljóðamyndbönd er íslenskuverkefni unnið fyrir dag íslenskrar tungu og gefið út af Menntamálastofnun. Verkefnið snýst um að búa til ljóðamyndbönd í anda tónlistarmyndbanda og með því fylgja kennslumyndbönd og aðrar gagnlegar stoðir.
Ég er höfundur verkefnisins og myndbanda.
Vefsíða kringum verkefnið var sett upp í flash sem er orðin úrelt tækni. Ég hyggst koma verkefninu yfir á nútímalegra form við tækifæri en þangað til er verkefnalýsingin aðgengileg hér á pdf-formi.
Útgáfuár 2011.
Tölvutröllið var vefsíða með námsefni í upplýsingatækni fyrir yngsta stig gefið út af Menntamálstofnun. Á vefnum voru m.a. gagnvirk verkefni til að þjálfa músarhreyfingar, læra heiti tölvuhluta og einfaldar aðgerðir í vinsælum forritum.
Ég var höfundur, útlitshönnuður og forritari Tölvutröllsins.
Tölvutröllið var forritað í flash sem er orðin úrelt tækni og því ekki lengur aðgengilegt.
Útgáfuár 2014-2017.
Námsefni og gagnvirk verkefni tengd forritum eins og Word, Excel o.s.frv. Einnig gagnvirkt efni um nethegðun. Unnið fyrir Menntamálastofnun. Er orðið úrelt og ekki aðgengilegt lengur.
Útgáfuár 2016.
Verkefni um Windows, Word o.fl. Unnið fyrir Menntamálastofnun. Er orðið úrelt og ekki aðgengilegt lengur.
Útgáfuár 2017.
Verkefni um Google forritin o.fl. Unnið fyrir Menntamálastofnun. Er orðið úrelt og ekki aðgengilegt lengur.
Útgáfuár 2010.
Upp með hendur var vefsíða með myndböndum sem sýndu tákn fyrir algeng orð í táknmáli. Vefsíðan tengdist bók með sama heiti. Myndböndin voru unnin hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra en Menntamálastofnun gaf út vefinn.
Ég sá um forritun á vefnum.
Vefurinn var forritaður í flash sem er orðin úrelt tækni og því ekki lengur aðgengilegur.
Útgáfuár 2009.
Vefur um réttindi barna sem var gefinn út í tilefni af 20 ára afmæli Barnasáttmálans. Samvinnuverkefni milli UNICEF, Barnaheill, umboðsmanns barna og Menntamálastofnunar.
Ég sá um forritun á gagnvirkum verkefnum fyrir vefinn.
Vefurinn var forritaður í flash sem er orðin úrelt tækni og því ekki lengur aðgengilegur.
Útgáfuár 2012.
Bókhlaðan var vefsíða sem innihélt gagnvirk verkefni upp úr ýmsum vinsælum unglingabókum. Menntamálastofnun gaf út.
Ég sá um forritun á gagnvirkum verkefnum.
Vefurinn var forritaður í flash sem er orðin úrelt tækni og því ekki lengur aðgengilegur.
Retor fræðsla
Veturinn 2023-2024 sinnti ég íslenskukennslu fyrir fullorðna útlendinga sem verktaki hjá Retor fræðslu.
Foldaskóli
Ég hef kennt við Foldaskóla frá 2017og sinnt þar fjölbreyttum og gefandi verkefnum.
Kennsluráðgjöf
Ég starfaði lengst af sem kennsluráðgjafi í upplýsingatækni þar sem ég kom inn í alla árganga og fög og aðstoðaði kennara við að nýta betur upplýsingatækni í skólastarfi. Meðal verkefna voru forritun vélmenna á yngsta og miðstigi, hreyfimyndagerð, stuttmyndagerð og hlaðvarpsgerð.
Ég var lykilmanneskja við innleiðingu á upplýsingatækni í skólastarfið í samræmi við verkefni Reykjavíkurborgar Stafræn gróska. Auk þess aðstoðaði ég kennara að nýta upplýsingatæknin á fjölbreyttan hátt, sá um að setja efni inn á vefsíðu og hafði umsjón með spjaldtölvum skólans.
Almenn kennsla
Tölvukennsla á mið- og unglingastigi, íslenskukennsla á unglingastigi, umsjónakennsla á miðstigi.
Valfög
Ég hef búið til, kennt og samið námsefni fyrir eftirfarandi valfög: forritun, stafræn miðlun (myndvinnsla, hljóðvinnsla, umbrot), kvikmyndagerð, furðusögur og ævintýri, tímaflakk (sagnfræði), kvikmyndaáhorf. Ég var einnig ein af tveimur kennurum í Skrekk (hæfileikakeppni grunnskólanna) þrjú ár í röð.
Borgaskóli
Kenndi og samdi námsefni fyrir upplýsingamennt í öllum árgöngum skólans auk þess sem ég kenndi tvö tölvutengd valfög.
Á árunum 1997-2002 starfaði ég við forritun og hugbúnaðargerð hjá Tölvumyndum, Hugviti og Íslenskri erfðagreiningu. M.a. forritunarverkefna sem ég kom að voru skýrslugerðarforrit lögreglunnar, apótekakerfi spítalanna og meingenaleitarforrit.
Samtök grænkera á Íslandi – 2022-?
Er stjórnarmeðlimur í Samtökum grænkera á Íslandi þar sem ég hef komið að margvíslegum verkefnum s.s. skipulagningu á fjölbreyttum viðburðum í Veganúar, sumarfestivali o.fl.
Opnir borgarafundir 2008-2009
Var ein af skipuleggjendum opinna borgarafunda í kjölfar hrunsins þar sem ég kom að skipulagi smærri og stærri opinna borgarafunda t.d. í Háskólabíói.
Félag kennara í kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði – 2007-2008
Var stjórnarmeðlimur í FÉKKST þar sem ég kom m.a. að uppsetningu og viðhaldi á vefsíðu samtakana og tók þátt í skipulagningu á námskeiðum fyrir kennara.